Hjúkrunarstjórnendur frá Noregi í námsheimsókn

11.03.2008 14:35

Tólf hjúkrunarstjórnendur frá hjúkrunarheimilunum Okern og Lilleborg í Osló Noregi komu í heimsókn þann 11. mars 2008. Markmið heimsóknarinnar var að skoða heimilið og kynnast uppbyggingu starfseminar og fræðast um árangur okkar í starfi (m.a. í starfsmannamálum). Þau voru mjög áhugasöm um Vigil hjúkrunarvöktunarkerfið ekki síst m.t.t. þeirra sem þjást af heilabilun. Þau lýstu ánægðju með heimsóknina og höfðu á orði að þau hefðu fengið góðar hugmyndir með sér heim.

til baka