Íbúaþing haldið 6. starfsárið í röð

13.11.2007 15:49

Góð mæting var á 6.íbúaþing Sóltúns sem haldið var í samkomusal Sóltúns í dag. Fjölmargir fylgdust einnig með útsendingu af þinginu í innanhúss sjónvarpskerfinu. Stjórnendur Sóltúns; Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri, hjúkrunarstjórarnir; Marta Jónsdóttir, Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir og Guðrún Björg Guðmundsdóttir og Aðalbjörg Íris Ólafsóttir frá sjúkraþjálfun, Hildur Þráinsdóttir frá iðjuþjálfun, Jón Jóhannsson fyrir sálgæslu og Þórdís S. Hannesdóttir fyrir húsumsjón, ræstingu og eldhús greindu frá upplýsingum um þjónustu, mannauð, gæða- og umbótaverkefni og fjármálarekstur í starfseminni. Farið var yfir þau mál sem eru í deiglunni s.s. framtíðaruppbyggingu, viðhald, þróunarverkefni, stefnumörkun, skipulag fram að áramótum, þátt íbúa- og vinaráðs og fleira. Íbúar tóku einnig til máls og komu með ábendingu og færðu þakkir fyrir góða þjónustu.

til baka