Hjúkrunarfræðingar í diplomanámi við Háskóla Íslands

07.11.2007 14:24

Á annan tug hjúkrunarfræðinga í diplomanámi í öldrunarhjúkrun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands heimsóttu Sóltún í dag. Heimsóknin hófst með því að snæða saman í glæsilegri kaffiteríu heimsilins í hádeginu. Síðan heimsóttu nemendur sambýlin og kynntu sér hjúkrunarþjónustuna, árangursstjórnun gengum skorkort Sóltúns og rafræna sjúkraskráningu. Athyglisvert var að sjá að nemendur höfðu í fórum sínum matstæki ,,Sjáanlegar vísbendingar um gæði öldrunarhjúkrunar" sem Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarforstjóri Sóltúns og Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir hjúkrunarstjóri þjónustu við minnisskerta íbúa Sóltúns þýddu og staðfærðu fyrir allnokkrum árum ásamt Ingibjörgu Hjaltadóttur og Hlíf Guðmundsdóttur forsvarsmönnnum hjúkrunar á öldrunarsviði LSH. Áhugavert verður að sjá niðurstöður þeirra. Hópurinn endaði heimsókn sína með því að hlýða á framsögu í fræðslusal með starfsfólki, íbúum og aðstandendum á vikulegum símenntunardegi i Sóltúni.

til baka