Árshátíð starfsfólks heppnaðist vel
03.11.2007 14:25Árshátíð starfsmanna var haldin laugardaginn 3/11, 2007 á hótel Loftleiðum. 116 veislugestir voru skráðir til leiks og nutu yndislegrar kvöldstundar. Veislustjórar voru þeir Stefán Íslandi, Davíð Ólafsson og Helgi Hannesson spilaði á píanó. Það var samdóma álit veislugesta að þeir hefðu hreinlega farið á kostum.
Happdrættið var á sínum stað. Mjög margir og veglegir vinningar voru í boði. Þær Guðrún Ruth Jósepsdóttir, verkefnastjóri og Kolbrún Ólafsdóttir á 2. hæð auk Guðlínar Óskar Bragadóttur, móttökustjóra sáu til þess að svo væri. Þær höfðu samband við 49 fyrirtæki sem gáfu 85 flotta og nytsama vinninga. Var þeim stöllum veitt sérstök viðurkenning fyrir þetta afrek á fjölmennum starfsmannafundi 8/11 2007. Í tilefni af árshátíð starfsmanna var sérstaklega gott að borða fyrir íbúa og starfsmenn í vinnu þetta kvöld.