Aldrei fleiri á haustfagnaði
25.10.2007 15:42Fimmtudagskvöldið 25. október var árlegur haustfagnaður í Sóltúni. Um 200 manns; íbúar, ættingjar þeirra og starfsfólk gæddu sér á bláberjakryddlegnu og steiktu lambafille með villibráðasósu og tilheyrandi meðlæti í aðalrétt og skyrtertu með berjum, púrtvíni og kaffi í eftirrétt. Kvöldverðurinn fór fram í öllum 12 borðstofum heimilisins frá kl. 18-19:30. Eftir það var boðið uppá tónleika í samkomusalnum þar sem Hulda Björk Garðarsdóttir óperusöngkona söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara. Síðan bættust nokkrar söngsystur úr röðum starfsfólks í Sóltúni við og leiddu þær fjöldasöng fram eftir kveldi. Kvöldið var afar vel heppnað.
til baka