Ný standgrind í sjúkraþjálfun

01.10.2007 15:41

Minningarsjóður Sóltúns keypti nýlega standgrind (Easystand Ovation Strap stand)til notkunar í sjúkraþjálfun. Innflutningsaðili er STS hf.Standgrindin kemur fyrst og fremst til góða fyrir þá íbúa hjúkrunarheimilisins sem bundnir eru hjólastól, en það á við um ríflega helming íbúa. Standgrindin gerir fólki sem ekki getur staðið sjálft, kleift að standa upprétt. Ávinningur þess að geta staðið vinnur á móti kreppum í mjöðmum, hjám og ökklum. Það vinnur ennfremur á móti vöðvastífni (spasma)og beinþynningu. Það hefur jákvæð áhrif á blóðrásina, öndun og styrkir bolvöðva.

til baka