Vel sóttur námsdagur starfsfólks

26.09.2007 15:45

Fræðslunefnd Sóltúns stóð fyrir árlegum fræðsludegi fyrir starfsmenn 26. september 2007. Dagarnir hafa verið sannkölluð næring fyrir líkama og sál. Þema dagsins að þessu sinni var hugurinn, sterkasta aflið. Fyrirlesari var Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur. Fjallað var m.a. um afstöðu hugarfarsins og heilbrigði, hvað mótar hugsun fólks og hvers vegna neikvæðar hugsanir hafa svo mikil áhrif.Að loknum fyrirlestrum var boðið upp á veisluborð að hætti Sóltúns. Einnig voru viðurkenningarskjöl fyrir þátttöku í fræðslu síðastliðinn vetur afhent.

til baka