Söngleikurinn Ást

20.09.2007 15:46

Tuttugu manna hópur, íbúar, aðstandendur og starfsfólk fór að sjá söngleikinn ,,Ást" í Borgarleikhúsinu þann 20.september. Anna Kristín frá Borgarleikhúsinu sá til þess að allir fengju góð sæti og vel færi um fólk. Borgarleikhúsinu og Landsbankanum eru færðar kærar þakkir fyrir að bjóða eldri borgurum að gera sér glaðan dag með söng og gleði ásamt kaffi og kleinum í hléinu. Boðið var uppá sérstakt afsláttarverð og frían akstur. Allir skemmtu sér vel.

til baka