Kartöflu- og rófuuppskera

20.09.2007 15:48

Börn úr Laugarnesskóla komu 20. september og hjálpuðu íbúum og starfsfólki að taka upp kartöflur og rófur úr matjurtagarðinum. Kalt var í veðri, en hópurinn lét það ekki á sig fá. Boðið var uppá heitt kakó á eftir. Samvinnan milli kynslóðanna er ómetanleg.

til baka