Kvennahlaup ÍSÍ og Sóltúns 2007
13.06.2007 15:46Konur í Sóltúni tóku í annað sinn þátt í kvennahlaupi ÍSÍ. Formlega voru 38 skráðir til þátttöku en 74 fóru hins vegar hlaupið, og að sjálfsögðu var heimilishundurinn Stemma með. Elsti þátttakandinn var 97 ára og langömmubarn hennar 5 ára var sú yngsta. Þær voru báðar að fara hlaupið í fyrsta sinn. Starfsfólk og ættingjar óku þeim sem voru í hjólastólum. Karlar tóku á móti og afhentu verðlaunapening fyrir þátttökuna.Í samkomusalnum tróð síðan upp Jazzkvintettinn Tepokar. Þetta var frábær dagur.
til baka