Norskir þemadagar í Sóltúni 16-17.maí 2007

18.05.2007 15:37

Sóltún stóð fyrir norskum dögum 16.-17.maí. Húsið var skreytt að norskum hætti og norska fánanum flaggað.Garðar Cortes og óperukórinn söng með íbúum í samkomusalnum.Norski sendiherrann Guttorm Vik heiðraði íbúa Sóltúns með því að koma við og taka lagið með fólkinu.Á uppstigningardag og þjóðhátíðardegi Norðmanna var norsk/íslensk guðþjónusta í samkomusalnum. Sr.Björgvin Snorrason þjónaði ásamt Jóni Jóhannssyni djákna.Einsöngvari var Elva Lind Þorsteinsdóttir og undirleikari Katrín Brynjólfsdóttir. Guðjón Snorri Björgvinsson flutti ritningalestur.
Boðið var uppá hefðbundinn norskan matseðil þar sem í morgunverð var geitaostur, mysingur og hrökkbrauð til viðbótar hinu hefðbundna.Fyrri daginn var soðinn þorskur í smjörsósu, kartöflur og grænmeti að hætti norðmanna og grænertusúpa í eftirrétt. Lefsur á norska vísu voru með kaffinu í samkomusal og í borðstofum og í kvöldmat Får í kål–Lambakjöt soðið í hvítkáli borið fram með kartöflum og Römmegröt–norskur mjólkurgrautur var í eftirrétt. Seinni daginn var hangikjöt,kartöflur í jafningi og rauðkál og ís í eftirrétt.Í messukaffinu var boðið uppá möndluhnetuköku með rjóma, jarðaberjum og hindberjum.Kvöldverðurinn samanstóð af soðnum laxi, kartöflum, agúrkurm, smjöri og ferskum ávöxtum.

til baka