Breskur þemadagur í Sóltúni

15.03.2006 15:18

Íbúar, starfsfólk og aðstandendur gerðu sér glaðan dag þann 15.mars. Húsið var skreytt með bresku fánalitunum og ýmsu sem tengist breskri menningu. Breska sendiráðið lagði á ráðin með okkur um matseðil dagsins. Í morgunverð var ristað brauð með osti og marmelaði, beikon, hrærð egg og pylsur(Toast with chees and marmelade, bacon, scrambled eggs and sausages). Klukkan 11 kom Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari sem stjórnaði fjöldasöng í samkomusalnum. Sungið var m.a. ,,My Bonny is over the ocean", ,,Kvöldið er fagurt" enskt þjóðlag með texta Ingólfs Þorsteinssonar og ,,Í sal hans hátignar". Í hádeginu gæddi fólk sér á steiktu lambalæri með brúnni sósu, gulrótum og steiktum kartöflum. Sítirónubúðingur var í eftirrétt (Roasted lamb with brown gravy, carrots, roasted potatoes and lemmon pudding). Milli klukkan 14:30-16:00 var ,,Afternoon tee" í samkomusalnum þar sem boðið var upp á te, kaffi,enskar skonsur með sultu og rjóma og gúrkusamlokur (scones and cucumber sandwithes). Vinabandið kom frá Gerðubergi og skemmti með söng og spili. Þórhallur Guttormsson íbúi í Sóltúni flutti ljóð eftir John Keets bæði á ensku og í íslenskri þýðingu.Síðan heiðraði breski sendiherran Alp Mehmet okkur með heimsókn sinni og lék atriði úr Oliver Twist. Helga Dögg þroskaþjálfanemi flutti ýmsan fróðleik um englendinga og ensk spakmæli.Úr varð hin mesta skemmtun og naut fólks samverunnar. Í kvöldverð var síðan steikt rauðspretta með remolaði og frönskum kartöflum. Ferskir ávextir voru í eftirrétt (Fish and chips, fresh fruites).

til baka