Staðsetning


Hjúkrunarheimilið Sóltún er staðsett miðsvæðis í borginni, að Sóltúni 2, 105 Reykjavík sem er á horni Sóltúns og Nóatúns. Sími 5906000.

Við lóðarmörk Sóltúns 2 er strætisvagnastöð við Nóatún þar sem leið 12 stoppar. Sá vagn fer að Hlemmi þar sem má ná tengingu í margar áttir. Leið 4 Hlemmur-Kópavogur-Fellaskóli, stoppar í Borgartúni og leið 2 Hlemmur-Kringlan-Hamraborg-Salahverfi stoppar við Filadelfiu á Laugavegi.