Náms- og kynningarheimsóknir fyrir faghópa og stjórnsýsluna

Sóltún hefur leitast við að taka á móti starfsfólki og nemendum í öldrunar- og heilbrigðisþjónustu sem óska eftir að koma í náms-og kynningarheimsóknir. Er það liður í að hafa áhrif á þróun og mótun í þjónustu við aldraða og leggja að mörkum til símenntunar. Jafnframt tekur Sóltún á móti stjórnmálamönnum, embættismönnum og fagfélögum sem starfa að og áhuga hafa á uppbyggingu á þjónustu fyrir eldri borgara.

Heimsóknirnar þarfnast undibúnings og dreifast yfir árið. Íbúar taka þátt í þeim eftir því sem þeir kjósa, og að höfðu samráði við þá.

Vinsamlegast fyllið út neðangreinda ósk um að koma í heimsókn og veitið sem bestar upplýsingar um hópinn til þess að hægt sé að koma til móts við hann hvað varðar dagskrá og kynningu.

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

Hér má sjá yfirlit um móttöku gesta og hópa sem komið hafa í Sóltún:

Yfirlit heimsókna