Fjölskyldur á tímamótum

Fjölskyldur sem standa á tímamótum og óska eftir að kynna sér hjúkrunarheimilið Sóltún er bent á að leita fyrst til nærþjónustu s.s. þjónustumiðstöðvar eða heilsugæslu í sínu hverfi. Þar eru veittar allar upplýsingar um hvaða þjónusta er í boði og hvernig á að sækja um hana.

Best er að kynna sér hjúkrunarheimilið hér heimasíðunni, þar sem er að finna viðamiklar upplýsingar um þjónustu og aðbúnað. Sóltún er efsta þjónustustig ef Landspítali er undanskilinn og því ekki fyrsta skref að leita til þegar heilsubrestur verður.

Þegar hjúkrunarrými er laust er öldruðum sjúklingum sem ekki geta útskrifast heim af Landspítala boðið að skoða og kynna sér hjúkrunarheimilið og þann aðbúnað sem í boði er. Langflestir koma frá Landspítala í samræmi við þjónustusamning Sóltúns við ríkið.

Hægt er að panta viðtalstíma hjá þjónustustjóra Helgu Sæunni Sveinbjörnsdóttur í síma 590 6000, eða óska eftir viðtali með því að fylla út beiðni hér að neðan.

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.