Að skoða Sóltún

Mikill áhugi er á að heimsækja og skoða Sóltún.  

Ekki eru tök á því að sýna áhugasömum umsækjendum einkavistaverur íbúa Sóltúns. Í stað þess eru greinagóðar upplýsingar á heimsíðunni um aðbúnað og þjónustu Sóltúns og fjöldi mynda sem sýna aðbúnað og húsnæði. 

Þegar raunhæfur möguleiki á flutningi á heimilið verður, þá er umsækjanda og ættingjum hans/hennar boðið að koma að skoða heimilið.

Hægt er að fá nánari upplýsingar í móttöku í síma 5906003 milli klukkan 9-16 virka daga og  panta viðtalstíma hjá þjónustustjóra í síma 5906003.

Hafa þarf í huga að forsendur fyrir möguleika á hjúkrunarrými er að hafa gilt Færni- og heilsumat. Umsóknareyðublað um færni og heilsumat  er að finna á heimasíðu Embættis landlæknis. 

Hjúkrunarheimilinu Sóltúni er fyrst og fremst ætlað að taka á móti öldruðum sjúklingum frá Landspítala samkvæmt þjónustusamningi við ríkið, og þarf því viðkomandi jafnframt að komast á forgangslista Landspítala fyrir Sóltún. Sjá leiðbeiningar Landspítala

Varanleg búseta á hjúkrunarheimilinu er því ekki möguleg fyrr en þessu ferli er lokið.

Umsokn_um_faerni-og-heilsumat_eydublad_juni.2012.doc