Ríkiskaup f.h. heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins bauð út verkefnið ,,Hjúkrunarheimili einkaframkvæmd" árið 1999 og gerði síðan samning um að leggja til og reka hjúkrunarheimili að Sóltúni 2 í Reykjavík við  Öldung hf.

Hjúkrunarheimilið Sóltún opnaði síðan þann 7. janúar 2002 og er rekið samkvæmt þjónustusamningi við ríkið.  Markmið Sóltúns er að veita íbúum sínum bestu hjúkrun og aðra þjónustu sem völ er á á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur.