Ræsting

Ræsting

Sóltún rekur ræstimiðstöð í Sóltúni 2, þar sem yfirumsjón er með allri ræstingu heimilisins. Unnið er eftir ræstingaáætlun og virku gæðaeftirliti.

Markmið ræstingamála:

Markmið með ræstingu er að halda heimilinu hreinu með vellíðan íbúa og starfsfólks í huga og að sjá um að íbúðir og sameiginleg rými séu þrifin þannig að hreinlætis- og hollustukröfum sé fullnægt. Ræstingaáætlun er gerð fyrir allt heimilið í samræmi við viðmiðunarkröfur.

  • Að sjá um að innanstokksmunum sé viðhaldið og þrifin.
  • Að sjá um að starfsfólk ræstingar vinni við bestu aðstæður.
  • Að veita bestu þjónustu á hverjum tíma.
  • Að ræstingar Sóltúns uppfylli kröfur til umhverfisnverndar, vinnuverndar og faglegs árangurs.

 

Yfirmaður ræstingar er Þórdís S. Hannesdóttir. Sími 5906010, tölvupóstfang: thordis (hja) soltun.is

null

 

 

 

 

 

 

Verkstjóri ræstinga- og þvottamála er Þórlaug Steingrímsdóttir. Sími 5906023, tölvupóstfang: thorlaug (hja) soltun.is

null