Þvottur

Sóltún annast þvott á einkafatnaði íbúa (án ábyrgðar), nema íbúi og ættingjarkjósi annað fyrirkomulag. Samið hefur verið við Svanhvíti ehf um þvottaþjónustuna. Þvottur af hverri hæð er þveginn á ákveðnum dögum. Ef það koma hátíðisdagar þá færast þvottadagarnir yfir á næsta virka dag.

Þvottur af íbúum á 3. hæð er þvegin á mánudögum og kemur til baka á miðvikudögum.

Þvottur af íbúum á 2. hæð er þvegin á þriðjudögum og kemur til baka á fimmtudögum.

Þvottur af íbúum á 1.hæð er þveginn á miðvikudögum og kemur til baka á föstudögum.

Þvottur af sambýlum er flokkaður eftir lit og þveginn saman skv. þvottaleiðbeiningum í þvottahúsi. Þvottur er í umsjón Sóltúns nema viðkvæmur þvottur sem ekki þolir vélaþvott og fatnaður sem fer í hreinsun en íbúar/ættingjar sjá um þann þvott. Ef slíkur þvottur fer með þvottinum þá verður hann þveginn á kostnað íbúa. Sendur verður reikningur með fatnaðinum. Íbúar getasent viðkvæman einkaþvott í hreinsun með þvottinum gegn greiðslu. Setja þarf þvottinn í glæran poka með merkimiða. Allur einkafatnaður þarf að vera mjög vel merktur, með íbúðarnúmeri viðkomandi. Áríðandi er að íbúar hafi nægan fatnað til skiptanna. Starfsmenn sambýla sjá um að ganga frá þvotti á herbergi viðkomandi.

Íbúar hjúkrunarheimilisins þurfa að eiga nóg af fatnaði til skiptanna, heilsufar og færni valda því að fatnaður óhreinskast fyrr en hjá heilsuhraustu fólki. Þar af leiðandi er fatnaðurinn einnig þveginn oftar og slitnar fyrr. Áríðandi er að gert sé við fatnað og fatnaður endurnýjaður eftir þörfum. Áhersla er lögð á að fólk sé snyrtilegt til fara og vel til haft, þar sem það styrkir sjálfsmynd og reisn.

Það eru 4 þvottavélar í húsinu 1-2 á hverri hæð, þar sem þveginn er einkafatnaður og geta íbúar tekið þátt í því eftir vilja og getu hvers og eins. Aðstandendum er einnig velkomið að annast þvott á einkafatnaði ættingja síns. Þvottur og leiga á almennu líni er samkvæmt samningi við viðurkennt þvottahús. 

Markmið þvottamála:

  • Að sjá íbúum fyrir sængurfatnaði, handklæðum, þvottaatykkjum ásamt nærfatnaði og þvott á því.
  • Að lín sé þvegið hjá viðurkenndu þvottahúsi.
  • Að sjá um þvott á einkafatnaði íbúa. Þvottaáætlun á heimilisfatnaði er gerð fyrir allt heimilið.
  • Að sjá um þvott á vinnu- og hlífðarfatnaði.
  • Að veita bestu þjónustu á hverjum tíma.
  • Að þvottahús sem Sóltún skiptir við uppfylli kröfur til umhverfisverndar, vinnuverndar og faglegs árangurs.

 

Yfirmaður þvottamála er Þórlaug Steingrímsdóttir.  Sími 5906023, tölvupóstfang:  thorlaug(hja) soltun.is

 null

 

FATAHREINSUN FYRIR ÍBÚA: 

Fatahreinsunarþjónusta er í boði fyrir íbúa hjá viðurkenndu þvottahúsi. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarstjórar á hverri hæð.

! Athugið að Sóltún ber enga ábyrgð á fatnaði sem sendur er með þessum hætti í hreinsun.