Stoðþjónusta

Í Sóltúni fer fram viðamikil stoðþjónusta við heimilishaldið. Ræsting fer fram samkvæmt ræstingaáætlun heimilisins og tekur mið af kröfum til heilbrigðisþjónustu og sýkingavarna. Einkaþvottur íbúa og lín er þvegin í viðurkenndu þvottahúsi. Almenn viðhaldsvinna á húsbúnaði og tækjum fer fram á vegum húsumsjónar.