Sjúkraþjálfun

Markmið sjúkraþjálfunar er að viðhalda og bæta líkamlega færni og getu íbúa til sjálfshjálpar, sporna gegn afturför eftir því sem kostur er og létta alla umönnun. Mikilvægt markmið þjálfunar íbúa á hjúkrunarheimili er að vinna gegn vanlíðan sem fylgja langvinnum sjúkdómum og auka lífsgæði. Hjá flestum er því um styrktarþjálfun í langtímameðferð að ræða eða eins lengi og geta og vilji til þátttöku er til staðar.

null
Sjúkraþjálfarar framkvæma skoðun á íbúa eftir að beiðni um sjúkraþjálfun hefur borist frá lækni heimilisins. Sjúkraþjálfari setur fram meðferðaráætlun í rafræna sjúkraskráningu (SÖGU) og vinnur markvisst eftir þeim markmiðum sem hann hefur sett varðandi þjálfun íbúans.Sjúkraþjálfarinn skráir framvindumat í SÖGU. Gæðaeftirlit á einstaklingsmiðaðri sjúkraþjálfun felst í stöðluðum prófum eins og t.d. Berg jafnvægisprófi auk huglægs mats sjúkraþjálfarans. Meðferðaráætlunin er því undir stöðugu endurmati til að tryggja að hún sé skilvirk og í samræmi við breyttar aðstæður og heilsu íbúans. Sjúkraþjálfarar framkvæma að auki RAI mat sem metur hjúkrunarþarfir og heilsufar íbúa á öldrunarstofnunum. Sjúkraþjálfari hefur náið samstarf við lækni, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfa og aðra umönnunaraðila íbúans. Sjúkraþjálfunin er heildræn og tekur mið af líkamlegum, andlegum og sálfélagslegum þörfum hvers íbúa. Öll meðferð sjúkraþjálfara skal byggð á traustum þekkingarlegum grunni.
 null                                 
 
Sjúkraþjálfarar starfa í nánu samstarfi við lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Sjúkraþjálfarar vinna að því að mæta þörfum íbúa á fjölbreyttan hátt:

 • Þegar nýr íbúi flyst í Sóltún metur læknir þörf viðkomandi fyrir sjúkraþjálfun. Ef viðkomandi þarf vegna sjúkdómsástands síns einstaklingsþjálfun hjá sjúkraþjálfara ritar læknir beiðni þar um til sjúkraþjálfara.
 • Sjúkraþjálfari metur þörf fyrir þjálfun og setur fram markmið og meðferðaráætlun með íbúanum.
 • Boðið er uppá fjölbreytt meðferðarúrræði í samræmi við þjónustusamning velferðaráðuneytis við hjúkrunarheimilið. Þar er m.a. kveðið á um að allir íbúar skuli eiga kost á þátttöku í hópleikfimi, göngum, sundferðum o.s.frv. undir stjórn og skipulagi þjálfara. Mæting í þau þjálfunar prógrömm eru skráðar af sjúkraþjálfara eða starfsfólki hans í mætingarkladda.
 • Samráð er um það verklag við lækna Sóltúns. Sjúkraþjálfari og íbúi setja saman áætlun um þátttöku og metur sjúkraþjálfari reglulega mat á ávinningi.
 • Sjúkraþjálfun getur því verið einstaklingsmeðferð og/eða þátttaka í hópþjálfun.
 • Reglulega yfir árið tekur sjúkraþjálfari saman fjölda mínútna í þjálfun og dagafjölda þjálfunar undangenginnar viku og færir til bókar í þann hluta sjúkraskrárinnar sem heitir gagnasafn um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa á hjúkrunarheimilinu.
 • Hópleikfimi fer fram tvisvar í viku í sambýliskjörnum og staðið er fyrir göngutúrum innan- sem utanhúss.
 • Sjúkraþjálfarar taka þátt í teymisvinnu í þeim teymum heimilisins þar sem þekking þeirra nýtist vel. Þannig er sjúkraþjálfari í verkjateymi, byltuteymi og þunglyndisteymi.
 • Sjúkraþjálfun sér um útvegun ýmissa hjálpartækja s.s. gönguhjálpartækja, stoðtækja, salernisupphækkana og teygjusokka.Sjúkraþjálfun veitir ráðgjöf og fræðslu til íbúa t.d. varðandi skóbúnað, setstöður og hjápatæki. Jafnframt leiðbeinir sjúkraþjálfari samstarfsfólki og nemendum varðandi starfsstellingar og vinnuvernd og tekur þátt í hvers kyns heilsu.
   
  Yfirsjúkraþjálfari Sóltúns er Anna Heiða Gunnarsdóttir sími 5906121. Tölvupóstfang: annah (hja) soltun.is