Sálgæsla

 

Djákni sinnir sértækri sálgæslu íbúa á Sóltúni. Störf hans felast fyrst og fremst í stuðningi við íbúa, aðstandendur þeirra og starfsmenn. Stuðningsteymi er í Sóltúni og eru í því djákni og hjúkrunarfræðingar heimilisins. Stuðningsteymið sérhæfir sig í að styðja íbúa og starfsmenn í erfiðum tilfinningalegum og andlegum málum. Boðið hefur verið upp á sérstaka stuðningshópa fyrir aðstandendur. Prestþjónusta er sótt til sóknarprests Laugarnessóknar og boðið er upp á guðþjónustur reglulega í samkomusal heimilisins. Þar er altari til staðar.  

Djákni Sóltúns er Elísabet Gísladóttir, sími 5906323

                                        

null 

Sóltún hefur gefið út bækling um þjónustu djákna, tvísmellið á bæklinginn til að lesa hann.

Minningar- og styrktarsjóði Sóltúns er ætlað að bæta aðbúnað, tækjabúnað og afþreyingu íbúa í Sóltúni, veita styrki til námsskeiðahalds, útgáfustarfsemi og annars sem tengist framþróun hugmyndafræði og þjónustu. Sjóðnum er jafnframt ætlað að bæta vinnuumhverfi starfsfólks.

Þeir sem vilja styðja við starfsemina með beinum styrkjum er velkomið að gera það með framlögum í sjóðinn.

Minningar- og styrktarsjóður Sóltúns

Við lífslok