Iðjuþjálfun

Markmið iðjuþjálfunar er að viðhalda og bæta líkamlega, félagslega og vitsmunalega færni íbúa með markvissri íhlutun. Lögð er áhersla á að efla sjálfshjálp íbúa við eigin umsjá og að skapa þeim tækifæri til að takast á við verk og viðfangsefni sem vekja áhuga og veita gleði og lífsfyllingu. Boðið er upp á þjálfun á færni til iðju á einstaklingsbundinn hátt, þannig að samspil sé milli íbúans, iðjunnar og umhverfisins. Einstaklingsmeðferð sem og hóptómstundaiðja er í boði í iðjuþjálfunarsal og í sambýlum. Þar er möguleiki á að fást við handíðir, léttar smíðar, spilamennsku og málun. Ennfremur eru skipulagðar ferðir utan heimilisins.

 

Margvíslegir klúbbar og hópaþjálfun er starfrækt fyrir íbúa Sóltúns,tímar eru samkvæmt stundaskrá.

   

 

 

Útvegun hjálpartækja

Iðjuþjálfi útvegar, sér um aðlögun og eftirlit á hjólastólum til einkaafnota fyrir íbúa Sóltúns:

  • að fenginni beiðni um hjólastól kannar iðjuþjálfi færni íbúans og óskir hans/aðstandenda um gerð hjólastóls þ.e. léttur stóll knúinn með eigin/annarra handafli, rafmagnsstóll eða hægindahjólastóll. Mæld eru líkamshlutföll notanda, handleggja- og bolvöðvastyrkur, könnuð vitræn geta o.fl.,

  • þar til gerð eyðublöð eru útfyllt og send til Tryggingarstofnunar ríkisins (TR) til afgreiðslu/samþykktar,

  • fylgihlutir s.s.hliðarstuðningur, bakpúðar, gerð fótafjala, hjólastólasessur eru sérvaldar eftir þörfum, t.d. ef bæta þarf setstöðu, minnka líkur á þrýstingssárum,

  • við afhendingu stóls er þess gætt að hann sé rétt stilltur og aðlagaður að þörfum/líkamshlutföllum íbúans,

  • eftirlit/endurmat á þörf fyrir breytingum stóls/nýjum stól eru gerðar eftir þörfum.

    Auk þessa sinnir iðjuþjálfi léttari viðgerðum og breytingum á hjólastólum, en sendir þá til Hjálpartækjamiðstöðvar TR ef um stærri breytingar/viðgerðir er aðræða.

    Að meðaltali síðustu ár  nota 45-55%  íbúa hjólastól að staðaldri og 8-10  að auki til að fara lengri vegalengdir.  Það hefur mikla þýðingu að velja “réttan” stól fyrir hvern íbúa. Fylgja þarf líkamshlutföllum hans, velja stól sem styður við/eflir færni hans, t.d.huga að hæð á stól/borði við að matast, hæð frá gólfi/sessu við að aka sjálfur, sessa til varnar þrýstingssárum, stuðningur við bol/háls. Þyngd stóls skiptir máli ef íbúi ekur stólnum sjálfur; hægindahjólastólar geta stutt við aukin félagstengsl og fleira í þessum dúr þarf að huga vel að.

  • Yfirmaður iðjuþjálfunar í  Sóltúni er Guðrún Hildur Einarsdóttir, sími 590 6111. Tölvupóstur: gudrunhe@soltun.is

null