Hjúkrun

Markmið hjúkrunar er að hjúkrunarþjónusta sé veitt á faglegan og ábyrgan hátt. Heilsufarsmat sé heildrænt, hjúkrunaráætlun skráð og háð stöðugri endurskoðun með það að markmiði að auka og viðhalda sjálfsbjargargetu íbúa og getu hans/hennar til að laga sig að breyttum aðstæðum. Öryggi íbúa og vellíðan er í fyrirrúmi ásamt því að viðhalda sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þrátt fyrir hrakandi heilsufar og færnitap.Framkvæmdastjóri hjúkrunar (hjúkrunarforstjóri) ber faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu Sóltúns samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Í umboði hans stýra hjúkrunarstjórar hjúkrun á hverri hæð. Hjúkrunarstjórar tryggja að hver íbúi hafi skilgreindan hjúkrunarfræðing og sjúkraliða/starfsmann sem annast um hann (aðal-umönnunaraðila sína). Ennfremur skilgreinir hjúkrunarstjóri hver gegnir fyrir þá þegar þeir eru ekki að störfum hverju sinni. Markmiðslýsingu allra hjúkrunarstarfa, sem og menntunarkröfum og starfssviði er lýst í starfslýsingum, sem eru ávallt háðar stöðugri endurskoðun. 

Hver íbúi í Sóltúni hefur sinn hjúkrunarfræðing og sjúkraliða/starfsmann til að annast sig (sem sína aðal-umönnunaraðila). Áhersla er á tengslamyndun og uppbyggilega aðlögun að nýju heimili. Fjögurra til átta íbúa sambýli auðvelda varðveislu einkalífsins og draga úr fjölda þeirra starfsmanna sem þurfa að koma að umönnun hvers íbúa. Íbúinn og hans aðalumönnunaraðilar eru lykilaðilar í samskiptum við aðstandendur og lækni íbúans. Stjórnskipulag hjúkrunar er  Einstaklingshæfð hjúkrun  

 

 

Hjúkrunarfræðingur setur fram hjúkrunaráætlun í samvinnu við íbúann og aðstandendur hans og tryggir að hjúkrunarþörfum hans og athafnaþrá sé fullnægt. Sjálfræði íbúans skal ávallt vera í fyrirrúmi og einstaklingsbundnar skoðanir og vilji ráðandi í samskiptunum sem og möguleikar hans til að hafa áhrif á eigin aðstæður og notkun eigin bjargráða. Þannig myndast samkomulag milli íbúans og umönnunarfólks sem skal endurspeglast í hjúkrunarskrá hans sem er varðveitt hjá íbúanum sjálfum í íbúð hans.      Hjúkrunarfræðingar fylgjast allan sólarhringinn með heilsufari íbúa, ásamt öðru starfsfólki. Læknar heimilisins koma alla virka daga og bakvaktarþjónusta er 24 klukkustundir á sólarhring.