Eldhús

Sóltún rekur eldhús í Sóltúni 2. Eldhúsið sér íbúum fyrir morgunmat, eftirmiðdagskaffi, kvöldmat og kvöldkaffi. Hádegis- og kvöldverður er útbúinn í eldhúsi Sóltúns og framreiddur til sambýlanna ásamt eftirmiðdagskaffi og kvöldhressingu. Eldhúsið annast ennfremur fæði fyrir starfsfólk og veislur á vegum heimilisins fyrir íbúa og aðstandendur.

Markmið eldhússins eru:

  • Að sjá um að íbúar fái fæði eftir óskum og þörfum hvers og eins. Boðið er uppá val um tvo rétti í hádegi a.m.k 1 sinni í viku. Lögð er áhersla á að bjóða val fyrir íbúa í máltíðum.
  • Að bjóða fæði sem er hollt, fjölbreytt og næringarríkt og tekur mið af ráðleggingum frá Embætti landlæknis um fæði fyrir aldraða.
  • Að sjá um að íbúar fái sérfæði með breyttri áferð eða fæði með breyttri næringarlegri samsetningu sambærilegt og á sjúkrahúsum landsins. Hjúkrunarfræðingar og næringarrekstrarfræðingur vinna saman að úrræðum vegna sérþarfa og óska íbúanna.
  • Að sjá um að allar máltíðir dagsins séu fallega frambornar og hitastig á matnum sé í samræmi við kröfur heilbrigðisyfirvalda.
  • Að sjá um að starfsfólk Sóltúns fái hollan og fjölbreyttan mat á vægu verði.
  • Að veita bestu þjónustu á hverjum tíma.
  • Að starfsfólk eldhússins viti hverjar eru skyldur þeirra varðandi þjónustu, gæða- og hollustumál.

Íbúar fá möguleika á að velja milli rétta í hádeginu.                                                    

Hagnýtar upplýsingar úr eldhúsi Sóltúns 

Verðlisti fyrir gesti

Verðlisti starfsmenn

 

Opnunartími eldhússins er virka daga frá kl. 7:00 til 18:30 og á helgum og hátíðisdögum frá kl. 8:00 til 18:00. 

 

Yfirmaður eldhússins er Vigdís Stefánsdóttir næringarrekstrarfræðingur, sími 590 6009. Senda má fyrirspurn til eldhússins með því að fylla út reitina hér fyrir neðan.

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.