Símenntun

Í Sóltúni er lærdómsumhverfið hluti af daglegri vinnustaðamenningu. Skipuleg símenntun er í boði, ætluð starfsfólki, íbúum og ættingjum þeirra. Fræðsluþarfir eru greindar út frá niðurstöðum gæðavísa, með könnunum og eftir ábendingum. Fræðslunefnd skipuleggur fræðslu fyrir hverja önn, haust og vetur. Á sumrin er síðan skipulögð fræðsla fyrir sumarafleysingjafólk. Fræðslunefnd skipa J. Sigurveig Guðjónsdóttir sem er formaður, Elísabet Gísladóttir djákni og Anna Heiða Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari. Tillögum um fræðsluefni má koma til nefndarmanna.

Fræðsla og þekkingarleit fer einnig fram með þátttöku starfsfólk í gæðateymum og nefndarstarfi. 

Starfsfólk er hvatt til athafna og nýsköpunar í daglegu starfi.

null