Starfsánægja

nullReglulega eru haldnir starfsfólksfundir, bæði að hálfu framkvæmdastjóra í samkomusal og á starfseiningum með næsta yfirmanni. Tilgangur fundanna er að tryggja gott upplýsingaflæði, greina styrk-og veikleika í starfseminni og koma fram með hugmyndir til úrbóta.

 

 

 

Starfsánægja sem og gæði hjúkrunar eru  metin út frá frammistöðu starfsfólks, en starfsmannasamtöl byggð á hugmyndalíkani Habermas um þýðingu samtalsins og Merry Scheel um ,,The interactive nursing practice” og frammistöðumat fer fram árlega. Stuðst er við útfærslu Önnu Birnu Jensdóttur á starfsmannasamtölum á öldrunarsviði Landspítala háskólasjúkrahúss, en útfærslan hefur verið notuð hérlendis  síðan 1988 og verið undir stöðugri endurskoðun. Útfærslan er notuð á heilbrigðisstofnunum víða um land, sem og sem forskrift hjá mörgum stofnunum  sveitarfélaga.

 

©Betri líðan í starfi