Mönnun

Mönnunaráætlun tekur mið af því að íbúar hafi verulegar hjúkrunarþarfir, samkvæmt RUG-mælingu (Resources Utilization Groups 34 flokka) 1,05-1,20. Stöðugt er fylgst með niðurstöðum mælinga, ef hjúkrunarþarfir mælast lægri en 1,05 þá er mönnun minni, ef hjúkrunarþarfir mælast hærri en 1,20, þá er mönnun meiri.

Notast er við vinnutímaáætlunarkerfið Mytime plan, þar er sett fram áætlun um mönnunarþörf  íbúa á hverjum tveimur sambýlum fyrir sig, annars vegar fyrir hjúkrunarfræðinga og hins vegar fyrir sjúkraliða, félagsliða, ófaglært starfsfólk og nemendur í heilbrigðis- og félagsgreinum sem vinna með námi. Síðan er mannað í samræmi við áætlunina. 

Á myndinni hér fyrir neðan sést mönnunaráætlun  aðstoðarfólks við hjúkrun 16 íbúa í einn sólarhring.  Rauða strikið sýnir áætlunina og gráa uppfyllingin sýnir að mannað er samkvæmt áætlun. Hjúkrunarfræðingur er ábyrgur fyrir hjúkrun allan sólarhringinn alla daga ársins.