Að vinna á Sóltúni

 

Í Sóltúni starfa um 210 launþegar. Stærstu starfshóparnir eru hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsfólk í umönnun, ræstinga- og eldhússtörfum. Ennfremur starfa í Sóltúni sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfi, djákni, læknar, félagsliðar, fótaaðgerðarfræðingur, hárgreiðslumeistari, næringarrekstrarfræðingur, matartæknar, skrifstofufólk og starfsfólk í þvottahúsi. 


Að hafa starfsfólk sem býr yfir bestu þekkingu og færni til starfa á sínu sviði er eitt af yfirmarkmiðum Sóltúns í mannauðsmálum. Vandað er til ráðningar starfsfólks og fylgt er skipulögðu ráðningaferli. Starfsfólk þarf að tala og skilja íslensku. Skila þarf sakavottorði, prófskírteinum og starfsleyfum áður en starf er hafið og skuldbindur starfsfólk sig til að starfa í samræmi við hugmyndafræði og markmið Sóltúns. Jafnframt er starfsleyfi sammreynt með uppfléttingu í starfsleyfisskrá hjá Embætti landlæknis. Þá er meðmæla aflað frá fyrri vinnuveitendum.

Meðferð persónuupplýsinga starfsmanna Sóltúns