Spurt og svarað

 • Er dýrara að búa í Sóltúni en á öðrum hjúkrunarheimilum?

  Nei, sömu reglur gilda um Sóltún og önnur hjúkrunarheimili. Sjúkratryggingar greiða fyrir dvölina. Ef íbúi á að taka þátt í greiðsluþátttöku dvalargjalds samvæmt opinberum reglum sem eru tekjutengdar, þá tekur hann þátt í dvalarkostnaði í samræmi við reglur Tryggingastofnunar.

 • Geta aðstandendur keypt máltíðir og borðað með ættingja sínum ?

  Aðstandendur eru velkomnir í Sóltún, og geta borðað með ættingja sínum gegn vægu gjaldi. Skráning er í móttöku Sóltúns (milli kl 9-16 virka daga sími 5906003) sem lætur eldhús vita um pöntunina.  Kaffitería Sóltúns á 1. hæð er opin alla daga og þar er hægt að taka með sér mat og/eða kaffibrauð og njóta samveru saman.

 • Er boðið upp á þjálfun og dægrastyttingu?

  Boðið er upp á sjúkra- og iðjuþjálfun. Leikfimi fer reglulega fram í setustofum og önnur iðja s.s. upplestur og söngur. Útivist er stunduð þegar veður leyfir.Heimilið er jafnframt reglulega með skemmtanir, s.s. tónleika, veisluhöld og þemadaga.

 • Er hægt að fá afgreitt sérfæði eða séróskir um mat ?

  Edhús Sóltúns hefur það að markmið að mæta óskum og þörfum íbúanna. Margskonar sérfæði er á boðstólum allt eftir þörfum hvers og eins. Hjúkrunarfræðingar senda fyrirspurnir og starfsfólk eldhús afgreiðir þær.


 • Eru sérstakir heimsóknartímar

  Ættingjar eru alltaf velkomnir í heimsókn þegar þeim hentar. Af öryggisástæðum er heimilinu læst á kvöldin. Ættingjar geta fengið lykil af útidyrum eða notað dyrabjöllu.