Smáauglýsingar

Jólabazar Sóltúns

Árlegi jólabasar Sóltúns fór fram 26. nóvember s.l.. Ágætlega seldist en eitthvað eigum við eftir af vörum, til dæmis gott úrval af kertunum okkar sívinsælu. Einnig vorum við með heimabakaðar kleinur gerðar af íbúum og hálfmána með heimagerðri sveskjusultu sem ennþá er eitthvað eftir af. Þér er óhætt að kíkja við í iðjuþjálfun til kl 4 virka daga og gera góð kaup.  Hildur og Gunna, iðjuþjálfun.

Jólamerki og jólakort Thorvaldsensfélagsins eru til sölu í móttöku Sóltúns.

Sama mynd prýðir bæði kortin og merkin og er eftir Hólmfríði Valdimarsdóttur, grafískan hönnuð, og nefnist hún Jólaævintýri.

12 jólamerki í örk kosta 300,- krónur og 9 jólakort í pakka kosta 1000.- Ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála.

 null

null