Heimsóknir

Ættingjar eru alltaf velkomnir í heimsóknir. Markmiðið er að aðstandendum líði vel við komu hingað og geti látið fara vel um sig og sína. Af öryggisástæðum er heimilinu læst á kvöldin. Ættingjar geta fengið lykil af útidyrum eða notað dyrabjöllu. Aðstandendur og vinir eru hvattir til að koma í heimsókn og eru reglulegar heimsóknir oft fastir liðir á dagskrá nánustu ættingja. Sumar fjölskyldur hafa komið því á að gestir skrifi nöfn sín í gestabók. 

 Sóltún hefur gefið út bækling um mikilvægi heimsókna.Heimsóknir ættingja og vina