Aðbúnaður

Á Sóltúni eru samtals 92 einstaklingsíbúðir, 12 sambýli, á þremur hæðum. Til að mæta einstaklingsbundnum þörfum aldraðra einstaklinga sem þarfnast langtímahjúkrunar og læknisþjónustu var leitast við að afmarka hjúkrunarheimilið í 12 sambýli. 

 Húsið hefur fjórar álmur og er þrjár hæðir. Í flestum sambýlum deila 8 íbúar með sér sameiginlegri setu- og borðstofu og í einu sambýli aðeins fjórir.

Íbúðir

Á 1.hæð er eitt 4 íbúða og þrjú 8 íbúða sambýli. Á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins eru því samtals 28 íbúðir.
Á 2. hæð eru fjögur 8 íbúða sambýli sérstaklega ætluð öldruðum sem búa við minnisskerðingu Á annarri hæð hjúkrunarheimilisins eru því samtals 32 íbúðir. 
Á 3. hæð eru fjögur 8 íbúða sambýli. Á þriðju hæð hjúkrunarheimilisins eru því samtals 32 íbúðir. 

Íbúðirnar eru hannaðar til að mæta einstaklingsbundnum þörfum íbúa og skapa umönnunarfólki góða vinnuaðstöðu. Í hverri íbúð er baðherbergi með salerni, vaski og sturtu. Baðherbergin eru innréttuð þannig að tveir starfsmenn geta auðveldlega aðstoðað íbúann. Í íbúðum fyrir íbúa sem búa við verulega skerðingu á hreyfi- og sjálfsbjargargetu getur verið loftfest lyfta sem liggur frá rúmi að salerni, handlaug og sturtu, eða aðgengileg fólkslyfta. Hægt er að stilla hæð handlaugar í hverri íbúð. Í hverri íbúð er læstur skápur fyrir lyf íbúans, verðmætaskápur, hirsla fyrir hjúkrunarskrá hans og öryggishnappur. Íbúi getur haft eigin síma, sjónvarp og tölvu hjá sér, en greiðir þá sérstaklega afnotagjöld. Pósthólf er fyrir framan hverja íbúð. 

Myndir af íbúðum

Hægt er að smella á myndirnar til þess að stækka þær.

_MG_4829web.jpg (388197 bytes)_MG_4842 (1)web.jpg (427948 bytes)_MG_4846web.jpg (375954 bytes)_MG_4861web.jpg (387796 bytes)_MG_4898web.jpg (302952 bytes)_MG_4903web.jpg (295633 bytes)_MG_4947web.jpg (395115 bytes)_MG_4953web.jpg (352839 bytes)_MG_4964web.jpg (378286 bytes)_MG_4966web.jpg (338731 bytes)_MG_4972web.jpg (416595 bytes)_MG_4975web.jpg (406382 bytes)_MG_5063web.jpg (426220 bytes)_MG_5075web.jpg (409984 bytes)_MG_5073web.jpg (383578 bytes)

Sambýliskjarni 

Hverju sambýli tilheyrir sameiginlegur sambýliskjarni. Þar er sameiginleg setustofa og borðstofa ásamt eldunaraðstöðu, þar sem íbúar geta tekið virkan þátt í bakstri og matarundirbúningi. 

Stillanleg hæð er á borðplötu eldhúsinnréttingar og er öryggislæsing á rafbúnaði eldunartækja. Aðstaða til þjálfunar, afþreyingar og samveru er einnig í sambýliskjarnanum sem og í stærri þjálfunarsal og samkomusal heimilisins á 1. hæð.  

Ein hjúkrunarstöð er fyrir hver tvö sambýli og er hún staðsett í miðjum sambýliskjarnanum með útsýni til þeirra beggja. Ennfremur er vinnuborð með tölvutengingu í setustofu hvers sambýliskjarna sem íbúar og starfsmenn geta notað eftir þörfum. 


Tölvur hjúkrunarheimilisins eru ekki ætlaðar aðstandendum eða börnum sem eru í heimsókn. Hins vegar eru tölvutenglar í hverri íbúð þar sem fólk getur tengst netinu gegnum sérstakan íbúavef. 


Setustofur

Hægt er að smella á myndirnar til þess að stækka þær.

_MG_4909web.jpg (371690 bytes)_MG_4917web.jpg (385483 bytes)_MG_4918web.jpg (397156 bytes)_MG_4922web.jpg (417402 bytes)_MG_4936web.jpg (375441 bytes)_MG_5018web.jpg (316387 bytes)

Sameiginlegt rými fyrir íbúa hjúkrunarheimilisins 
Samkomusalur býður íbúum með aðstoð umönnunarfólks og aðstandenda upp á möguleika til að halda veislur, hittast og sinna hópstarfi tengdu sameiginlegu áhugasviði, standa fyrir uppákomum af ýmsu tagi, s.s. dansleikjum, leiksýningum, tónlistarflutningi, myndlistarsýningum, bingói og ýmiskonar fundum. Samkomusalurinn er ekki leigður til veisluhalda annarra en íbúanna sjálfra og starfsfólks samkvæmt sérstökum reglum. Í samkomusalnum er altari og eru guðþjónustur haldnar þar. Samkomusalurinn nýtist einnig sem kaffitería fyrir íbúa, aðstandendur og starfsfólk.

 

Sjúkrabaðherbergi með nuddkerlyftubaði fyrir íbúana er á hverri hæð fyrir sig, sem og þvottavél og þurrkari og eru þau tæki á skolherbergjum.

 

Aðstaða utandyra 
Á 1. hæð er aðgengilegt út í garð, en þar er heitur pottur og garðskáli. Á 2. hæð er aðgengilegt út í öruggan þakgarð. Svalir eru út frá setustofum á hverri hæð. Frá sambýlum á 2. og 3. hæð er ennfremur stigi niður í afgirta garða. Garðar og þakgarður heimilisins eru skjólgóðir þar sem leitast verður við að árstíðabundnar breytingar gróðursins njóti sín. Þar geta íbúar sinnt léttri garð- og blómarækt, s.s. að setja niður blómalauka og rækta salat, rifs- og jarðarber. 

 null

Aðstaða til þjálfunar 
Sjúkraþjálfun er á 1.hæð. Þar er tækjasalur ásamt básum fyrir einstaklingsmeðferð. Þaðan er gengið út í garð heimilisins þar sem auðvelt er að fara í gönguferðir að garðskála ,,pavilion”, sem og að slaka á í heitum potti. Pottinn má einnig nota til vatnsleikfimi. Innangengt er úr sjúkraþjálfun í skiptiklefa og baðherbergi. Sjúkraþjálfari Sóltúns eru Anna Heiða Gunnarsdóttir. Með henni starfar Halldóra K. Þórðardóttir sjúkraliði  og Finnur Atli Magnússon íþróttafræðingur.

Iðjuþjálfun er á 1.hæð innan við samkomusalinn. Í iðjuþjálfun er aðstaða til hvers kyns þjálfunar við iðju, s.s. föndur, bókband, sauma, vélprjón, smíðar, netavinnu, leðurvinnu, málun o.s. frv. Nokkrir klúbbar eru starfandi má þar nefna spilaklúbb, prjónaklúbb, endurminningaklúbb, herraklúbb og garðyrkjuklúbb. Iðjuþjálfari er Hildur Þráinsdóttir, með henni starfar Guðrún Steingrímsdóttir starfsmaður.

null

 

 Læknisþjónustu 
Læknar heimilisins vitja íbúa í íbúðum þeirra. 60% staða læknis er á heimilinu auk bakvaktarþjónustu. Yfiræknir er Þórarinn Ingólfsson.  Sóltún hefur milligöngu um aðstoð sérfræðilækna ef með þarf.

Hárgreiðslustofa 
Á 2. hæð rekur Ólöf Halldórsdóttir hárgreiðslustofu. Tímapantanir eru í síma 5906222.

Fótaaðgerðarstofa
Á 2. hæð rekur  Hildur Pálsdóttir fótaaðgerðarstofuna Gæfuspor. Tímapantanir eru í síma 590 6223.

Snyrtiþjónusta
Hægt er að panta snyrtiþjónustu fráSnyrtistofu Eyglóar. Þjónustan fer fram í íbúð íbúans. 

Nuddþjónusta 
Íbúar geta pantað sér nudd í Sóltúni.

Reykingar 

Reykingaherbergi fyrir íbúa er á 3.hæð. Af öryggisástæðum er mælst til þess að íbúar noti reykherbergið til reykinga, en ekki íbúðir sínar. Sóltún stefnir að því að vera alveg reyklaus staður. Samkvæmt lögum er gestum og starfsfólki með öllu óheimilt að reykja í Sóltúni eða á lóð þess.

Bankaþjónusta og verslun 
Enginn grundvöllur hefur reynst fyrir viðvarandi bankaþjónustu í Sóltúni. Sjálfsali fyrir gosdrykkjasölu er við samkomusalinn á 1. hæð , hárgreiðslustofan annast sölu á snyrtivörum og ýmsum nauðsynjum til persónulegra þarfa. Verslanir halda reglubundnar tísku-og sölusýningar á fatnaði í Sóltúni