Að flytja í Sóltún

Þegar fyrir liggur að einstaklingur er að flytja í Sóltún, þarf að undirbúa flutninginn á nýja heimilið sem best. Fyrir marga er erfitt að flytja og aðlagast breyttum aðstæðum. Oft liggur löng sjúkrahúsdvöl að baki og í einhverjum tilvikum hefur ekki gefist tækifæri til að kveðja gamla heimilið. Álagið á aðstandendur getur einnig verið mikið og margvísleg mál komið upp. Mikilvægt er því að starfsfólk og aðstandendur séu samstíga um aðlögun og hún takist sem best þannig að íbúinn finni fyrir öryggi og hlýju á nýja heimilinu.

Á þessarri slóð má sjá ýmsa upplýsingabæklinga sem geta verið hjálplegir í flutningnum.

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) sem hjúkrunarheimilið Sóltún er aðili að hefur gefið út Handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila. Handbókin var unnin innan Fagráðs hjúkrunarstjórnenda SFV og er hugsuð til að auðvelda nýjum íbúum og ættingjum þeirra að átta sig á hvað sé innifalið í dvalargjaldi sem greitt er fyrir dvölina frá Sjúkratryggingum Íslands og með lögbundinni greiðsluþátttöku íbúa.

Handbók SFV fyrir nýja íbúa hjúkrunarheimila_2. útgáfa_maí 2019