Stefnukort

Hjúkrunarheimilið Sóltún stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð meðal hjúkrunarheimila. Markmiðið er að veita íbúum ávallt bestu mögulega þjónustu á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur, þar sem hæft starfsfólk er í hverju starfi. Allir þættir varðandi hönnun húsnæðis og val á hús- og tækjabúnaði hefur miðast við það. Starfsemi, húsnæði og aðbúnaður allur verður því ávallt háð sífelldri endurskoðun þar sem nýjar hugmyndir og þekkingarþróun verða hafðar að leiðarljósi. Takmarkanir eru sá rammi sem þjónustusamningurinn við ríkið gerir ráð fyrir.  
 
Í stefnukorti Sóltúns endurspeglast hugmyndafræði hjúkrunar  og annarrar þjónustu. Þar er umhyggja fyrir einstaklingnum í fyrirrúmi, þar sem sjálfræði hans er virt í allri umönnun. Heimilisandi og virðing fyrir einkalífi hvers íbúa er ráðandi um leið og öryggiskennd sem hlýst af sambýli og sólarhringshjúkrunarþjónustu er náð. Athafnir daglegs lífs eru viðfangsefnið í hverju sambýli með áherslu á þátttöku íbúa og aðstandenda þeirra eftir getu, óskum og vilja hvers og eins.