Aðgangur að upplýsingum
Aðgangur að eigin persónuupplýsingum hjá Sóltúni hjúkrunarheimili
Samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 sem tóku gildi þann 15. júlí 2018, eiga skráðir einstaklingar rétt á að fá upplýsingar um þær persónuupplýsingar og persónugreinanleg gögn sem um þá finnast hjá Sóltúni hjúkrunarheimili/Öldungi og eftir atvikum fá afrit af þeim að því marki sem það skerðir ekki réttindi og frelsi annarra eða ef brýnir hagsmunir einstaklinga, þar á meðal hins skráða sjálfs, vega þyngra. Enn fremur á skráður einstaklingur rétt á að fá upplýsingar um hvernig Sóltún hjúkrunarheimili notar umræddar upplýsingar um hann.
Um aðgengi að gögnum úr sjúkraskrá fer jafnframt eftir lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009. Skv. 14. gr. laganna á sjúklingur rétt á aðgangi að eigin sjúkraskrá í heild eða að hluta og til að fá afhent afrit af henni sé þess óskað. Undir vissum kringumstæðum, gæti sjúklingi verið meinaður aðgangur að upplýsingum, t.d. ef afhending þeirra brýtur trúnað við þriðja aðila eða ef talið er að það þjóni ekki hagsmunum sjúklings að veita honum aðgang.
Óski skráður einstaklingur eftir aðgangi að eigin persónuupplýsingum þarf hann að fylla út beiðni þess efnis Eyðublað um aðgang að eigin upplýsingum , koma með það á skrifstofu Sóltúns hjúkrunarheimilis, að Sóltúni 2, og framvísa persónuskilríkjum sem gefin eru út af opinberum aðilum. Eingöngu er tekið við beiðnum um aðgang að upplýsingum á skrifstofu Sóltúns hjúkrunarheimilis. Beiðnir sem berast í bréfpósti, tölvupósti eða gegnum síma teljast ekki fullnægjandi. Þessar ráðstafanir eru óhjákvæmilegar þar sem Sóltún hjúkrunarheimili vinnur með viðkvæmar persónuupplýsingar og því nauðsynlegt að ganga úr skugga um að sá sem óskar eftir upplýsingunum og fær þær afhentar sé sá sem þær varða.
Til þess að hægt sé að framkvæma leit um skráðan einstakling í kerfum og gögnum Sóltúns hjúkrunarheimilis þarf að tiltaka eftirfarandi upplýsingar í beiðninni:
- Fullt nafn
- Kennitölu
- Lögheimili
- Símanúmer
- Netfang
Enn fremur skal hinn skráði tilgreina hvaða upplýsingar það eru sem hann óskar eftir aðgengi að.
Eftir að beiðni um aðgang að eigin persónuupplýsingum hefur verið skilað til Sóltúns hjúkrunarheimilis með fullnægjandi hætti verður haft samband við hinn skráða varðandi frekara fyrirkomulag á afhendingu upplýsinganna til hans. Sóltún hjúkrunarheimili leitast við að afhenda gögnin innan 30 daga frá móttöku beiðninnar.
Gögnin eru eingöngu afhent gegn framvísun persónuskilríkja sem gefin eru út af opinberum aðilum.
Eyðublað um aðgang að eigin upplýsingum