Hjúkrunarheimilið Sóltún stefnir ávallt að því að vera í fremstu röð meðal hjúkrunarheimila. Markmiðið er að veita íbúum ávallt bestu mögulega þjónustu á hverjum tíma og vera aðlaðandi starfsvettvangur, þar sem hæft starfsfólk er í hverju starfi. Allir þættir varðandi hönnun húsnæðis og val á hús- og tækjabúnaði hefur miðast við það. Starfsemi, húsnæði og aðbúnaður allur verður því ávallt háð sífelldri endurskoðun þar sem nýjar hugmyndir og þekkingarþróun verða hafðar að leiðarljósi. Takmarkanir eru sá rammi sem þjónustusamningurinn við ríkið gerir ráð fyrir.

Reglulega er farið yfir stefnukortið og hugmyndafræðina á opnum fræðslufundum fyrir íbúa, ættingja og starfsfólk. Á árlegu íbúaþingi er ávallt farið vel í hugmyndafræðina og stefnukortið. Við ráðningu starfsfólks er hugmyndafræðin kynnt og skuldbindur starfsmaður sig til að starfa í samræmi við hugmyndafræði Sóltúns við ráðningu. Jafnframt er vísað er í hugmyndafræðina í bæklingum og öðru útgefnu efni.