Ytra eftirlit
Opinberir eftirlitsaðilar fylgjast með starfsemi Sóltúns. Heilbrigðis- og vinnueftirlit koma í reglulegar skoðanir. Jafnframt gerir Ríkisendurskoðun úrtakskannanir og stjórnsýsluendurskoðun. Embætti landlæknis framkvæmir gæðaeftirlit og gerir m.a. áreiðanleikamat á RAI-mati. Bankastofnanir gera m.a. áreiðanleikakannanir í tengslum við fjármögnunarsamninga stofnkostnaðar.
Niðurstöður úttektar frá Embætti landlæknis má sjá á neðangreindri heimasíðu:
Hjúkrunarheimilið Sóltún. Úttekt 2012. Embætti lamdlæknis.
Starfsemi Sóltúns var tekin út af óháðum aðilum, Samtökum tékkneskra hjúkrunarheimila.Sóltún skoraði 930 stig af 1000 mögulegum.