Umhverfi

Hjúkrunarheimili Sóltún hefur unnið eftir umhverfisstefnu í nokkur ár og leitast við að vera eins vistvænt og unnt er. Notaður er t.d fjölnota borðbúnaður, matarstykki, undirbreiðslur og þess háttar vörur , það er takmörkun á einnota vörum í þessum gerðum. Einnig er stefna að hafa sem minnst pappírslaus samskipti og nota þess í stað rafræn samskipti. Notaðar eru vistvænar hreinlætisvörur til almennra þrifa í réttu magni og einnig var tekin sú stefna að nota Toucan eco sem er saltupplausn sem notuð  er til afþurrkunar,  þessi blanda virkar gegn t.d E- coli bakteríum. Ætandi efni eru notuð sparlega.

Allt sorp frá heimilinu er flokkað

  1. Lírænt sorp – sem eru matarafgangar o.fl
  2. Endurvinnslu – fernur –pappír-dósir- plast
  3. Bylgjupappi
  4. Almennt sorp
  5. Rafmagnstæki, ljósaperur, battery, spilliefni o.fl fara í sérstaka eyðingu. 

Alltaf er unnið að því að gera betur í flokkuninni á sorpinu og eru bæði starfsmenn og heimilismenn meðvitaðir um mikilvægi þess. Þessi samvinna hefur gengið mjög vel frá upphafi. Allt sorp er fjarlægt tvisvar á dag og matarafgangar þrisvar úr húsinu til að viðhalda góðu lofti í húsinu. Skipt er við Íslenska gámafélagið og er vandlega fylgst með umfangi úrgangs. Sóltún býður starfsfólki sínu upp á samgöngustyrk til að stuðla að því að það noti almennningssamgöngur. Heibrigðiseftirlit kemur hingað í reglubundið eftirlit og skoðar vel allt húsið og mælir t.d  loftmengun. Umhverfisnefnd er starfandi.

Umhverfisstefna Sóltúns

Í samræmi við samgöngustefnu Sóltúns hefur hjúkrunarheimilið gert samning við Strætó bs. Þar bætist Sóltún í hóp þeirra fyrirtækja sem leggja sitt af mörkum við að bæta borgarsamfélagið, létta á umferð og draga úr megnun. Í samningnum er umhverfisvernd sýnd í verki og starfsfólki Sóltúns sem gengur frá samgöngusamningi gert kleift að kaupa strætókort á góðum kjörum.

Samgöngustefna