RAI - Mat á heilsufari og hjúkrunarþörfum
Íbúar eru metnir með rafrænu RAI-mati, sem vistað er á miðlægum heilbrigðisvef í vörslu heilbrigðisyfirvalda, við komu á heimilið og hvenær sem meiriháttar breyting verður á heilsufari. Minnst eru gerð 3-4 RAI-möt á ári. RAI-mat gefur upplýsingar um heilsufar og hjúkrunarþörf íbúa, reiknar út niðurstöður gæðavísa og þyngdarstuðul íbúa.
Verklagsreglur um skráningu hjúkrunar og þjálfunar í RAI (mat á raunverulegum aðbúnaði íbúa)
Margvíslegir kvarðar (skalar) gefa niðurstöður um heilsufar og færni íbúa, sem og árangur þjónustunnar.
Reglulega er fylgst með niðurstöðum gæðavísa í Sóltúni og þær notaðar til forgangsröðunar í stöðugu umbótastarfi sem fram fer á heimilinu. Sérstaklega er horft á árangur Sóltúns frá einum tíma til annars og í samanburði við önnur sambærileg hjúkrunarheimili (benchmarking) hér á landi sem erlendis. Stöðugt umbótastarf er í gangi þar sem nýjasta þekking er ávallt notuð til endurskoðunar á vinnuferlum í hjúkrun og þróunar á hjúkrunarmeðferð og nálgun viðfangsefna á hverjum tíma.