Óvænt atvik
Skrá skal hvers kyns atvik og óhöpp sem verða á Sóltúni, svo sem byltur, slys sem íbúar, starfsfólk eða gestir verða fyrir, ofbeldi gagnvart íbúa og starfsfólki, stunguóhöpp, rangar lyfjagjafir, skemmdir á eigum íbúa og heimilis, þjófnað, o.s.frv. Atvikaskrá íbúa er skráð í rafrænu sjúkraskrána Sögu og er tilkynnt til hjúkrunarstjóra sem ber ábyrgð á að gripið sé til viðeigandi ráðstafana. Ennfremur heldur framkvæmdastjóri hjúkrunar yfirlitsskrá yfir kvartanir og viðbrögð við þeim.
Tilkynning vegna íbúa