Öryggismál

Sóltún hefur sett fram Einkavarnaráætlun þar sem forvörnum og viðbragðsáætlun við hvers konar vá er lýst og öryggishandbækur eru til staðar. Húsið hefur öflugt öryggis- og hússtjórnarkerfi. Áhættumat er framkvæmt reglulega og eru starfandi einkavarnanefnd, öryggisnefnd og sýkingavarnarnefnd.