Gæðavísar
Gæðavísar RAI-mælitækisins (Raunverulegur aðbúnaður íbúa ,,The Resident Assessment Instrument”) eru notaðir til að setja fram viðmiðunarmörk hjúkrunar á Sóltúni. Gæðavísarnir eru: Ný tilfelli brota, algengi dettni, algengi hegðunarvandamála gagnvart öðrum, algengi þunglyndiseinkenna, algengi þunglyndiseinkenna án meðferðar, algengi á notkun 9 eða fleiri lyfja, algengi þvag- og hægðaleka, algengi þvag- og hægðaleka án reglubundinna salernisferða, algengi þvagleggja, algengi hægðastíflu, algengi þvagfærasýkinga, algengi þyngdartaps, algengi sondugjafa, algengi vökvaskorts, algengi rúmfastra íbúa, notkun sterkra geðlyfja í öðrum tilfellum en mælt er með, notkun kvíðastillandi lyfja í öðrum tilfellum en mælt er með, stöðug notkun svefnlyfja eða oftar en tvisvar í viku, algengi daglegra líkamsfjötra/öryggisútbúnaðar, algengi lítillar eða engrar virkni, algengi þrýstingssára stig 1-4.