Gæðaráð

Gæðaráð samanstendur af hjúkrunarforstjóra sem jafnframt er formaður ráðsins, og starfsfólki heimilisins. Hlutverk gæðaráðs er að meta gæði starfseminnar með skipulögðum og reglubundnum hætti, skrá úttektir og gera áætlanir um úrbætur. Fjölmörg gæðateymi eru starfandi undir stjórn hjúkrunarstjóra gæðamála. og sjá þau um alla eftirfylgd með gæðaumbótastarfinu og miðla til annarra. Unnið er samkvæmt áætlun í skorkorti.