Innra eftirlit

Gæðakerfi Sóltúns byggir á heildarskipulagi og samhengi vinnuferla og verklagsreglna í samræmi við hugmyndafræði hjúkrunar og stefnukort heimilisins. Gæðakerfið samanstendur af viðurkenndum alþjóðlegum mats- og mælitækjum hjúkrunarfræðinnar, framsetningu á gæðastöðlum sem unnir eru af gæðateymum heimilisins og eftirfylgni þeirra. Mörg gæðateymi byggja á þverfaglegri teymisvinnu með aðkomu hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, djákna, félagsliða, næringarrekstrarfræðings og  lækna eftir því sem við á. Lyfjastefna Sóltúns tryggir gagnsemi, áreiðanleika og hagkvæmni lyfjameðferðar, en lyfjameðferð er umfangsmikill þáttur í læknismeðferð íbúanna.