Sýkingavarnir

23.7.2021  Hertar sóttvarnaraðgerðir vegna aukinna COVID19 smita í samfélaginu.

 

Samkvæmt tilmælum sóttvarnaryfirvalda, vegna aukinna smita í samfélaginu, hefur Sýkingavarnarnefnd Sóltúns ákveðið að grímuskylda sé nú á Sóltúni fyrir alla nema íbúa.

Við biðlum til aðstandenda að:

 • Vera ekki í alrýmum heimilisins, þegar þeir koma í heimsókn, heldur fara beint inn á herbergi íbúa.
 • Aðstandendur á aldrinum 0-30 ára komi ekki í heimsókn þar sem flest smit eru að greinast í aldurshópnum 18-29 ára.
 • Að forðast að fara með íbúa á mannfagnaði eða samkomur, en leyfilegt er að fara í bílferðir eða heimsóknir.
 • Fara í sýnatöku ef þeir eru að koma erlendis frá og ekki koma fyrr en neikvæð niðurstaða er komin. Þetta á einnig við við bólusetta aðstandendur.

Við minnum jafnframt á eftirfarandi:

 • Munið að hafa grímu meðferðis, þó ekki taugrímu. Leyfilegt er að taka grímu niður inni á herbergi íbúa.
 • Virða sóttvarnarráðstafanir og sýna ýtrustu varkárni.
 • Sinna persónulegum sýkingavörnum eins og handþvotti og handsprittun.
 • Virða 2ja metra regluna í samskiptum við starfsfólk og forðast að stoppa og spjalla.
 • Forðist snertingu við íbúa eins og kostur er.
 • Allir heimsóknargestir hlaði niður smitrakningarappinu í símann sinn.

Vinsamlega EKKI koma í heimsókn:

 • Ef þú ert í einangrun eða sóttkví, eða ekki liðnir 14 dagar frá útskrift vegna Covid smits
 • Ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • Ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
 • Ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum og ert óbólusettur.

Við fylgjumst náið með stöðu mála og upplýsum ykkur um leið og breytingar verða. 

Nýjar reglur hafa tekið gildi nú þegar eða frá og með 22.07.2021.

Með vinsemd og virðingu,

Sýkingavarnarnefnd Sóltúns

 

 

15.07.2021 Uppfærðar heimsóknarreglur þar sem smitum fer fjölgandi í samfélaginu. Fólk er beðið um að fara varlega.

 

 

25.maí 2021.  Nú birtir til og takmarkanir vegna COVID í samfélaginu fara minnkandi, þá verða breytingar hjá okkur. Við biðjum samt biðja fólk um að fara varlega enn sem komið er, það er verið að bólusetja sumarstarfsfólkið okkar og enþá er fjöldi í smafélaginu óbólusettur.

 

Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum 13. maí 2021

Nú hafa flestir íbúar og starfsmenn Sóltúns verið fullbólusettir fyrir Covid-19 og farið hefur verið af Neyðarstigi yfir á Hættustig.  Í samræmi við leiðbeiningar Samráðshóps hjúkrunarheimila í heimsfaraldri og Almannavarna mun heimilið slaka á sóttvarnarráðstöfunum í starfseminni.

Helstu breytingar

 • Sóltún er opinn fyrir heimsóknum milli kl. 13-19, fleiri en tveir mega koma daglega. 
 • Börnum undir 18 ára er nú heimilt að koma aftur í heimsóknir.

 

Við minnum jafnframt á eftirfarandi:

 • Munið grímuskyldu, hafið grímu meðferðis, þó ekki taugrímu.
 • Allir gestir þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta í inngangi við komu og á leiðinni út.
 • Heimsóknargestur fer rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni.  Hringið bjöllu í herbergi ef íbúi er ekki í herbergi og látið ná í íbúa.  Samvera í setustofum eða öðrum sameignarrýmum óheimil. Forðist beina snertingu við íbúa eins og hægt er (á ekki við hjón og sambúðarfólk) og munið 2ja metra nándarmörk.
 • Forðist snertingu við starfsfólk og virðið 2ja metra regluna.
 • Ef þarf að ná tali af starfsfólki, hringið frekar, ekki stoppa og spjalla við starfsfólk.
 • Heimilt er að fara með íbúa í göngutúr, fara með íbúa í bíltúr eða heimsókn til vina og ættingja eða sinna erindum.   
 • Gestir og aðrir sem umgangast íbúa eru minntir á að fylgja sóttvarnarreglum Almannavarna í hvívetna.
 • Allir heimsóknargestir uppfæri smitrakningarappið í símanum sínum.

 

Vinsamlega EKKI koma í heimsókn:

 • ef þú ert í einangrun eða sóttkví, eða ekki liðnir 14 dagar frá útskrift vegna Covid smits
 • ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
 • ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
 • ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Reglurnar taka gildi frá og með fimmtudeginum 13. maí 2021 og verða endurskoðaðar eftir atvikum.


Sýkingavarnarnefnd Sóltúns.

 

 

Heimsóknir aðstandenda takamrkaðar við 18 ára og eldri

Vegna aukinna smita í samfélaginu og hertra sóttvarnarreglna Almannavarna hefur Sýkingavarnarnefnd Sóltúns ákveðið að takmarka heimsóknir aðstandenda við einstaklinga 18 ára og eldri. Breska afbrigðið, sem er að dreifast um þessar mundir, hefur sýnt sig að vera meira smitandi á meðal barna og Samráðshópur hjúkrunarheimila í heimsfaraldri hefur ráðlagt heimilum að á meðan þessi bylgja gengur yfir, að gera þessar ráðstafanir. Vinsamlegast skiljið börnin eftir heima.
Einnig biðlum við til aðstandenda að draga úr því að taka íbúa heim, það er áfram heimilt en í samræmi við tilmæli Almannavarna eru allir beðnir um að lágmarka samskipti og samkomur í samfélaginu. Aðrar heimsóknarreglur gilda áfram, þ.e. mest tveir gestir daglega, heimsóknartíminn er milli kl. 13-19, sprittið hendur áður en þið komið inn, farið beint inn og út úr herbergjum, óheimilt er að staldra í sameiginlegum rýmum og notið einnota grímur.
Nýjar reglur hafa tekið gildi í dag, 25. mars 2021.

 

 

 

Tilslakanir á hættustigi  3.mars 2021

 

Þar til bólusetningu starfsmanna Sóltúns er að fullu lokið er mælst til þess að heimsóknargestir séu eingöngu í heimsókn inni á herbergjum íbúa, en ekki í setustofum eða borðstofum eininga/deilda.

Á Sóltúni hjúkrunarheimili eru reglur á hættustigi eftirfarandi:

 1. Mælst er til þess að heimsóknartími sé að öllu jöfnu milli kl. 13-19 daglega.Starfsmenn, íbúar og heimsóknargesti eru hvattir til að gæta ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri.
 2. Að öllu jöfnu mæti aðeins tveir gestir (fullorðnir) í heimsókn til íbúa á hverjum tíma . Börn eru ekki þar með talin. Þau eru ábyrgð fullorðinna gesta og eiga ekki að dvelja á almenningssvæðum.
  Yfirmaður getur veitt undanþágu ef:
 1. íbúi er á lífslokameðferð
 2. íbúi veikist skyndilega
 3. um er að ræða neyðartilfelli
 4. hann metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu.
  1. Gestir þvo hendur með sápu og spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför.
  2. Gestir bera grímu á leið sinni innnandyra að vistarveru ættingja.
  3. Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis.
  4. Gestir eiga forðast beina snertingu við íbúa eins og hægt er (á ekki við um hjón eða sambúðarfólk). MUNIÐ 2ja metra nándarmörk!
  5. Hjúkrunarheimilið er opið á auglýstum tíma fyrir gesti og áríðandi er að þeir fari rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni. Almenningssvæði eru lokuð heimsóknargestum s.s. samkomusalur. Sem dæmi má nefna að heimsókn getur falist í að íbúi fari út í garð og hitti sinn aðstandanda þar.
  6. Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
 1. eru í sóttkví.
 2. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
 3. hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu
 4. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
 5. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang).

 

Íbúi getur farið út af heimilinu til að sinna almennum erindum og heimsóknum . Gæta þarf ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri. Þegar íbúi kemur tilbaka í Sóltún er mikilvægt að ættingjar aðstoði viðkomandi við að þvo og/eða spritta hendur.

Mælst er til þess að íbúar fari ekki á hópfagnaði, þar sem fleiri en 50 koma saman og einnig að ekki séu haldnar samkomur innan heimilis þar sem fleiri en 50 koma saman í rými.

Grímuskyldu framlínustarfsmanna við umönnun á hjúkrunarheimilum er almennt aflétt inni á vistarverum íbúa þar sem bólusetningu íbúa er lokið og starfsmenn hafa hlotið fyrri bólusetningarskammt. Undantekningin er sú að starfsmenn verða að setja upp grímu ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk við gesti eða íbúa sem ekki hafa fengið bólusetningu. Gæta skal ítrustu varúðar og ef minnsti grunur vaknar um smit hjá íbúa, gesti eða starfsmanni skulu grímur umsvifalaust settar upp.

 

Sýkingavarnarnefnd Sóltúns

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

14. september 2020