08.des. 2015

Í gær kl.11 fengum við tvo góða gesti til okkar í Sóltún, þá Gunnar Kvaran sellóleikara og Hauk Guðlaugsson píanóleikara. Þeir fluttu okkur efnisskrá með frægum klassískum verkum sem allflest voru áheyrendum vel kunnug. Gunnar kynnti hvert verk á sinn einlæga skýra máta og algjört hljóð ríkti í salnum þær 40 mínútur sem við nutum tónlistarinnar utan þeirra stunda þegar menn fögnuðu flutningnum með lófataki. Hjartans þakkir fyrir komuna og verið ávallt velkomnir.

til baka

Myndir með frétt