08.feb. 2008

Börn Guðnýjar Kristrúnar Níelsdóttur, þau Páll Ólafur Stefánsson, Hildur Stefánsdóttir og Soffía Stefánsdóttir færðu sambýlum á 2. hæð Sóltúni tvo glæsilega leður hægindastóla í minningu hennar. Stólarnir hafa heldur betur slegið í gegn enda eru þeir ákaflega þægilegir að sitja eða halla sér í og eru í miklu uppáhaldi hjá íbúum. Er fjölskyldunni færðar kærar þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf frá íbúum og starfsfólki heimilisins.<

til baka