Óvissuferð starfsfólks 4.maí

04.05.2007 15:39

Starfsmannafélagið STÖLD stóð fyrir óvissuferð í framhaldi af aðalfundi þann 4.maí síðastliðinn. Þema ferðarinnar var rautt. Hitað var upp með danskennslu og síðan haldið í siglingu um sundin blá. Heilsað var uppá birgja sem tóku vel á móti hópnum með fræðslu og veitingum. Sóltún bauð síðan upp á grillveislu í Garðaholti. Þar var spáð í fólk, sungið og skemmt sér vel fram á nótt.

til baka