Sóltún rannsóknarefni erlends háskóla

01.05.2007 14:35

Hugmyndafræði og mannauðsstjórnun í Sóltúni hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Tveir prófessorar í hjúkrun þær Ann Bossen og Janet Specht hafa heimsótt Sóltún í tvígang, fyrst árið 2006 og aftur 2007. Í framhaldi af því ákvaðu þær í samstarfi við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og Sóltún að vinna rannsóknarverkefni um efnið, þar sem þær telja að það eigi erindi til annarra.

til baka